<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 17, 2004

Jubb.. æ nó 

ég veit ég er búin að vera alger letibloggari.. Málið er bara að ég er búin að vera á fullu í prófum og hef bara satt að segja ekkert farið í tölvu. Ég er líka lítið búin að vera í skólanum og það er engin tölva heima. Þið verðið bara að afsaka.

Allavega.. ég fór á djammið á laugardaginn. Það var bara mjög gaman. Við byrjuðum heima hjá Kristínu Ósk og horfðum á Jújóvisíon og svo fórum við í bæinn. Það hættu reyndar flest allir við nema ég og Kolla. En við fórum bara á Sólon. Mér fannst alveg ágætt. það eru tvær myndir af mér og Kollu ...

Svo er bara útskrift á laugardaginn. Ég hlakka ekkert smá til. Ég er búin að kaupa mér dragt og ég er bara mjög ánægð með hana. Hún er svört og ótrúlega plein bara... Ég vildi ekki neitt eitthvað svaka dæmi..

Later...

mánudagur, maí 03, 2004

I'm not in love.... 

it's just a phase that I'm going through... bla bla bla.. ég er búin að vera með þetta lag á heilanum í marga daga og ég er satt að segja búin að fá nett ógeð.

Systir mín, hún Elma Dögg (Elmsie), var víst 28 ára í gær. Ég vil hér og með óska henni til hamingju með afmælið.

Ég fékk smá vott af ælupest í dag. Ég fékk allt í einu geggjaðan sviða í magann og byrjaði að kúgast og kúgast og svo ældi ég bara. Ég veit ekki hvort þetta sé stress eða hvað.. Allavega...ég ætla að fara að kaupa mér ljósakort (mamma vill bara gefa mér fimm tíma... ég næ að heilla konuna einhvern veginn), og svo ætla ég að fara í litun og klippingu 13 maí, þegar ég er búin í prófum. Svo þarf ég að fara í neglur, svona tveimur dögum áður en ég á að útskrifast og svo á ég líka eftir að kaupa mér föt. Ég er ekki alveg viss í hverju ég vil vera í. Kemur í ljós..!!!
Later...

föstudagur, apríl 30, 2004

Læra og læra 

jámm... ég er bara búin að vera upp í skóla og reyna að redda þessar ands. lífsleikni möppu. Ég er orðin ekkert smá pirruð á henni. Þetta eru fullt af litlum verkefnum sem eiga ekkert að vera erfið... en kennarinn sem við erum með er svo ótrúlega smámunasamur að ef maður hefur þetta ekki fullkomið þá liggur við að maður sé fallinn.. en hvað er fullkomið???

ég verð líka að koma aftur upp í skóla á morgun (á laugardegi) til að reyna að klára tvö verkefni í íslensku.. ég er alveg að kúka á mig sko.. :'( en ég vona bara að þetta blessist allt saman.. ég ætla samt ekki að læra neitt í kvöld.. ég bara hreinlega meika það ekki...

Ég var að setja nýjar myndir í gallerýið.. ég setti einhverjar myndir í hvert gallerý.

Later...

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Það er svo mikið að gera hjá mér..  

... ég er að meina það.. ég næ varla andanum.. og svo er ég orðin svo þreytt.. ég gjörsamlega næ ekki að vakna á morgnanna. Það er ekkert smá erfitt að opna augunn. Klukkan hringir og ég slekk bara á henni. .. Man varla efitr því að hún hafi hringt. Þetta eru örugglega eftirköst eftir dimmission :/

En ég er bara búin að vera að læra í allan dag.. Dugleg stelpan :) Ég náði að klára ensku ritgerðina í dag og svo nokkur verkefni í lífsleikni. Svo náði ég að byrja á lokaverefninu í íslensku. En ég á eftir að klára það og svo annað verkefni í hinni íslenskunni. Hjálp!!!

Ég fór í atvinnuviðtal í dag. Ég sendi inn umsókn í mail í gær og tveimur klukkutímum seinna hringir konan og biður mig um að koma í viðtal. Rosa næs mar.. Þetta er gólfskálinn í garðabæ.. Ég vona bara að ég fái vinnuna!!!

Later...

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Dimmission og allt það... 

sko skvís mí hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast. Það er bara nákvæmlega vika. Málið er bara að það er endalaust mikið að gera hjá mér.. skil jú?
Allavega.. þessi týskusýning sem ég tók þátt í gekk bara vel. Ég var reyndar í kjól sem mér leið ekkert alltof vel í. Hann var nefnilega hannaður á stelpuna sem hannaði kjólinn og hún er með einni minni brjóstastærð svo það þurfti að líma kjólinn á mig. Not so great.
Anyways... svo kom dimmission á föstudeginum og ég gleymi þeim degi NEVER!!! Ég vaknaði kl sex um morguninn og fór að taka mig til. Þó ég segi sjálf frá þá fannst mér ég vera alger dúlla ;) Svo var haldið í Stjörnuheimilið kl sjö og strax opnaður einn bjór í bílnum á leiðinni.
Þar drukkum við nóg og bæjarstjóri Gbæs bauð okkur upp á geggjaðann morgunmat. Það má ekki crekka á fastandi maga... Svo var farið í skólann og trallað þar og svo voru borðaðar kökur og svona með kennurum. Síðan var haldið á laugarveginn og djöfull var það gaman. Allir útlendingar sem við sáum þá hlupum við að þeim og otuðum bumbunni og dindlinum að þeim. Þeim fannst þetta mjög gaman og við vorum víst mjög vinsælt myndefni hjá þeim.
Ég og Brynja vorum með eins konar gjörning.. við fórum inn á nánast öll kaffihús og sungum mjög lágt She Bangs. Það var mjög gaman. Við ruddumst meira að segja inn í Kvennó og þar var tekið mjög vel á móti okkur. Hitti meira að segja einn strák sem ég þekki þar.
En síðan var farið upp í Keiluhöll og þar var tekinn einn leikur. Ég get reyndar ekki sagt að það hafi verið tekinn heill leikur því ég fór þegar ég var komin með þrjú stig. Martin vildi fara og ég þurfti að fá far heim.
Ég lagði mig í 40 mínútur.. (hafði ekki tíma fyrir fleiri mínútur) og fór svo að taka mig til. Martin sótti mig svo og þá var leiðinni haldið á Hótel Borg. Þar þurftum við að biða næstum klukkutíma eftir matnum því það voru ekki allir mjög tímanlega. Ein stelpa komst meira að segja ekki í matinn því hún drapst heima hjá sér. (Nefni ekki nein nöfn) Eftir mjög góðan mat þá var bara farið á djammið. Við byrjuðum á Felix og þar var eiginlega enginn þar svo við áttum gjörsamlega dansgólfið. Svo kom Hlín S að hitta mig en hún fór snemma. Ég hitti líka Raquelítu, Gumma og Tobba vin hans. Það var mjög góð stemmning hjá okkur og ég vissi ekki að ég myndi duga svona lengi í bænum. Ég var komin heim um sex leytið. Næstum sólarhringsdjamm.. Dugleg stelpa ;)

Later...

miðvikudagur, apríl 21, 2004

crazy in the brainhouse 

Indeed it is.. ég er búin að vera á fullu í dag, eins og aðra daga. Það var nú reyndar bara hálfur skóli í dag en það þurfti að redda ýmsu fyrir dimmission og þess háttar. Við sóttum búiningana og þeir eru ekkert smá sætir. Ég sit hérna í fyrirlestrarsalnum núna (ein) og er að bíða eftir að fólk klári að ná í búiningana sína. Það eru ellefu eftir og það er eins og fólki sé alveg skítsama. Ég meina, þetta fólk er búið að borga og svo þarf ég að sitja hérna á rassgatinu og bíða eftir því að það nenni að ná í búningana sína.. Skíta fólk..

Allavega.. ég er víst að fara að sýna í tískusýningu hérna í FG. Það var ein stelpa sem bað mig um að vera módel og ég ákvað bara að skella mér. Þetta er örugglega gaman. Ég á að vera í pilsi og korseletti. Þetta er ekki svona ótrúlega þröngt korselett þar sem ég er með brjóstin upp að augum. No worries!!!
Svo þarf ég að mæta upp í skóla á morgun kl tólf (þrátt fyrir að það sé frí) því það þarf að klára að redda þessu dimmission. Og svo þarf ég líka að vera hérna á milli átta og níu annað kvöld að taka á móti kökum. Mikið að gera hjá Mýu litlu.

Later...

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Þriðjudagur til þrauta?? 

Ég fór ekkert í skólann í gær því ég var með svo mikinn hausverk. Ekki nógu gott að vera með hausverk svona rétt fyrir próf. En málið er nefnilega að því styttra sem líður að prófum þá fæ ég alltaf oftar hausver. Stresshausverkur ofaná migrenið..!!! Næs

Já, þarna á laugardagskvöldið.. það var soldið skondið.. Ég fór nefnilega með systur minni á Thorvaldsen (sem var bara fínt). Og svo fórum við á dansgólfið og þar var einhver sveittur gaur að reyna eitthvað að dansa við mig og Elmu og hann var með hálfhneppta skyrtuna og ég þóttist svona rífa skyrtuna hans (eins og er alltaf gert í myndunum) og þá kom hann aftur til mín og BAÐ mig um að rífa skyrtuna hans.. Svo ég gerði það.. Það var ekkert smá gaman ;)
Jamm og svo var annar strákur sem kom upp að mér og spurði hvað ég væri gömul og ég sagði honum það og hann alveg.. hehe ég er bara 16 ára og samt er ég stærri en þú.. Ekkert smá hallærislegur gaur en ég var ekkert að láta það bögga mig fyrr en hann kom aftur og .. hehe ég er bara sextán ára og þú ert 21 en samt er ég stærri en þú.... Ég pikkaði bara í einn dyravörð og hann var ekki lengi út ;) Já, ég veit ég er vond!

Later...


This page is powered by Blogger. Isn't yours?